Útgöngubanni aflétt á ferðamannastöðum

Stjórnarráðið í Taílandi.
Stjórnarráðið í Taílandi. AFP

Herforingjastjórnin í Taílandi hefur aflétt útgöngubanni á þremur vinsælum ferðamannastöðum í þeirri von að ferðamenn láti sjá sig á ný eftir valdarán hersins í síðasta mánuði.

Verður útgöngubanninu aflétt á  Pattaya, Koh Samui og Phuket og segir í tilkynningu frá stjórnvöldum að það sé til þess að skapa betra umhverfi fyrir ferðamannaiðnaðinn. Aftur á móti verður áfram útgöngubann annars staðar í landinu.

Þann 22. maí sl. var sett útgöngubann um allt Taíland frá klukkan 22-5 að morgni. Síðan var útgöngubannið stytt og er nú frá miðnætti til klukkan fjögur að nóttu.

Pólitískur óstöðugleiki hefur einkennt Taíland undanfarna mánuði og hefur ferðamannaiðnaðurinn ekki farið varhluta af því. Á síðasta ári heimsóttu 26,5 milljónir ferðamanna Taíland heim og hafa aldrei verið fleiri.

AFP
Ferðamannaiðnaðurinn í Taílandi hefur ekki farið varhluta af ástandinu í …
Ferðamannaiðnaðurinn í Taílandi hefur ekki farið varhluta af ástandinu í landinu. AFP
afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert