Þingið leyst frá störfum

Tælenskir hermenn.
Tælenskir hermenn. AFP

Herinn í Taíland leysti í dag þingið frá störfum og fól yfirmanni hersins alla lagasetningu í landinu, að því er segir í frétt AFP. Þá staðfesti herinn einnig að Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, hefði verið handtekin. 

Herinn mun ekki sleppa henni, eða öðrum stjórnmálamönnum sem hann handtók, úr haldi í bráð, en heimildir AFP herma að það gæti verið í allt að viku.

Eins og kunnugt er hrifsaði herinn til sín öll völd í landinu á fimmtudaginn. Yfirmenn hersins sögðu að valdaránið hefði verið nauðsynlegt til að draga úr pólitískri spennu í landinu.

Gen Prayuth Chan-ocha her­for­ingja­stjóri hefur sagt að áður en boðað verði til kosninga, þá verði að hrinda mikilvægum umbótum í framkvæmd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert