Skotárás í Walmart

Walmart
Walmart AFP

Tveir lögreglumenn og einn almennur borgari létu lífið í skotárás sem meðal annars fór fram í versluninni Walmart í Las Vegas þar sem árásarmennirnir frömdu sjálfsmorð.

Annar árásarmaðurinn öskraði „Þetta er upphaf byltingarinnar“ áður en hann skaut lögreglumennina eftir að hafa tekið af þeim skotvopnin.

Lögreglumennirnir, einn karlmaður og ein kona, sátu og borðuðu hádegismat á pítsustaðnum CiCi's þegar árásin hófst. Annar þeirra lét lífið á staðnum og hinn í aðgerð.

Eftir að hafa skotið lögreglumennina fóru árásarmennirnir í Walmart verslun í nágrenninu þar sem þeir hófu skothríð og drápu einn almennan borgara. Að því loknu fóru þeir aftast í búðina og frömdu sjálfsmorð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert