Samþykkja að draga úr losun

AFP

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.

Samkvæmt frétt BBC náðist samkomulagið eftir harða orðræðu á fundi í Brussel þar sem fulltrúar einhverra ríkja vilja tryggja sína hagsmuni. Á það einkum við lönd sem reiða sig mjög á notkun kola. Umhverfissamtök fagna samkomulaginu en telja að ekki sé nægjanlega langt gengið. 

Leiðtogarnir samþykktu einnig að auka notkun endurnýtanlegrar orku og að hún verði um 27% af heildarorkunotkun meðal ríkjanna. 

Pólsk yfirvöld óttast, en Pólverjar treysta mjög á kol sem orkugjafa, að þetta þýði aukinn kostnað sem dragi úr hagvexti. Ótti Pólverja endurómaði í ummælum leiðtoga annarra ríkja í Austur- og Mið-Evrópu.

Forseti framkvæmdastjórnarinnar, Herman Van Rompuy, segir að einhver fátækari ríki ESB muni fá aðstoð, meðal annars úr sjóðum sambandsins, til þess að ná markmiðum þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina