„Það er ekkert plan B“

AFP

Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum víðsvegar um Ástralíu í dag þar sem leiðtogar heimsins eru hvattir til þess að grípa til aðgerða varðandi loftslagsmál.

Um 150 þjóðarleiðtogar, þar á meðal Bandaríkjaforseti, Barack Obama, forseti Kína Xi Jinping, Narendra Modi frá Indlandi og Vladimír Pútín frá Rússlandi, hafa boðað komu sína á loftlagsráðstefnuna sem hefst í París á morgun. 

Gríðarlegur viðbúnaður er í París vegna ráðstefnunnar en um 2.800 lögreglu- og hermenn standa vörð um ráðstefnuhöllina. Eins verða 6.300 til viðbótar á vakt víða um Porgina. Að sögn innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, hefur tæplega þúsund manns verið synjað um að koma til Frakklands að undanförnu vegna öryggisráðstafana í tengslum við ráðstefnuna.

Markmiðið er að takmarka hlýnun jarðar við tvær gráður á Celsíus en hlýn­un jarðar­inn­ar gæti aukið tíðni sjúk­dóma, tor­tímt rækt­ar­landi og valdið fá­tækt hjá 100 millj­ón­um manna til viðbót­ar að fimmtán árum liðnum, sé ekk­ert gert til að hindra fram­gang henn­ar. Þetta kem­ur fram í skýrslu sem Alþjóðabank­inn gaf út nýverið.

Hlýn­un­in hef­ur þegar tafið fyr­ir vinn­unni við að minnka fá­tækt að sögn bank­ans. Hinir fá­tæk­ustu þjást nú þegar meira en aðrir vegna minnk­andi regns og auk­ins veðurofsa sök­um hlýn­un­ar­inn­ar.

Útgáfu skýrsl­unn­ar er ætlað að hringja viðvör­un­ar­bjöll­um og kalla eft­ir skjót­um og ör­ugg­um viðbrögðum á COP-21 lofts­lags­ráðstefn­unni í París.

Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa varað við því að þau mark­mið, sem 146 þjóðir hafa sett sér um sam­drátt í los­un gróður­húsalof­teg­unda, séu alls ekki næg til að koma í veg fyr­ir hættu­lega hlýn­un jarðar.

Segja vís­inda­menn á þeirra veg­um að hlýn­un um­fram tvær gráður muni hafa í för með sér hörmu­leg­ar af­leiðing­ar, s.s. for­dæma­lausa þurrka, of­ur­felli­byli og fjölda­flutn­inga. Eins og sak­ir standa stefn­ir í þriggja gráðu hlýn­un eða meira árið 2100.

En það eru ekki bara íbúar Ástralíu sem hafa tekið þátt í mótmælum því hið sama á við um íbúa Rio de Janeiro, New York og Mexíkóborg sem ætla að koma saman síðar í dag. Eins tóku um eitt þúsund þátt í mótmælum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu í dag.

„Það er ekkert plan B“ er meðal þess sem ritað var á spjöld mótmælenda í Sydney en um 45 þúsund tóku þátt þar í dag.

AFP
AFP
AFP
AFP
Benoît Courtin sérfræðingur í umhverfislögum og talsmaður flokksins Modem og …
Benoît Courtin sérfræðingur í umhverfislögum og talsmaður flokksins Modem og François-Xavier Penicaud fengu sér sundsprett í Saone ánni í gær til þess að benda á mikilvægi þess að stórar ákvarðanir verði teknar í París. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is