Chibok-stúlkurnar sjást í myndbandi

Einn liðsmanna Boko Haram.
Einn liðsmanna Boko Haram. AFP

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa sent frá sér myndband. Þar er talið að stúlkur sjáist sem þau rændu í bænum Chibok í apríl árið 2014.

Í myndbandinu sést að einhverjar eru enn á lífi en samtökin segja að aðrar hafi látist í loftárásum.

„Þau ættu að vita að börnin þeirra eru enn í okkar haldi,“ sagði maður sem var með andlitið hulið í myndbandinu, sem var birt á YouTube.

Yfir tvö hundruð stúlkum var rænt úr heimavistarskóla í Chibok og hafa þær síðan þá verið í haldi Boko Haram.

Frétt mbl.is: Hefur annarri stúlku verið bjargað?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert