Útiloka ekki þriðja árásarmanninn

Íbúar Québec sýna fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásinnar stuðning.
Íbúar Québec sýna fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásinnar stuðning. AFP

Lögregla í Québec útilokar ekki að þriðja árásarmanninn en tveir eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa skotið sex manns til bana í hryðjuverkaárás í kanadísku borginni í gærkvöldi.

Átta eru særðir, þar af einhverjir mjög alvarlega, segir í tilkynningu frá lögreglu. Talsmaður lögreglunnar segir að ekkert bendi til þess í augnablikinu að fleiri hafi framið árásina en þeir tveir sem þegar hafa verið handteknir. Árásin var gerð á menningarmiðstöð múslíma í Québec en á milli 50 og 60 gestir voru við kvöldbænir í moskunni þegar tvímenningarnir réðust þangað inn og skutu á fólkið.

Annar þeirra sem voru handteknir var vopnaður AK-47 riffli og hinn árásarmaðurinn er 27 ára gamall, segir í frétt Le Soleil. 

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fordæmir árásina og segir skelfilegt að upplifa slíkt ofbeldi. Fjölbreytni sé eitt af aðalsmerkjum Kanada og trúfrelsi er eitt af þeim gildum sem eru í heiðri höfð. 

Fórnarlömbin eru á aldrinum 35 til 70 ára en ekki liggur fyrir hvað fékk mennina til þess að skjóta fólkið sem var við bænir í moskunni um átta í gærkvöldi að staðartíma.

Yfirmaður moskunnar, Mohamed Yangui, sem ekki var á staðnum þegar árásin var gerð, segir að um villimannslega árás sé að ræða og þetta sé óskiljanlegt. Þrátt fyrir að svínshaus hafi verið skilinn eftir á tröppum moskunnar í júní þá hafi moskunni ekki borist neinar hótanir að undanförnu.

Mikill viðbúnaður er í borginni vegna hryðjuverkaárásarinnar en fylkisstjóri Québec, Philippe Couillard, segir að hugur yfirvalda sé hjá fjölskyldum fórnarlambanna, hinum særðu og fjölskyldum þeirra. Québec hafni ofbeldi sem þessu og standi með múslímum í Québec.

Forseti Frakklands, François Hollande, fordæmir einnig árásina og segir að hryðjuverkamennirnir hafi með gjörðum sínum gert árás á málstað friðar og frelsis sem einkenni íbúa Québec. 

Sex látnir í hryðjuverkaárás í Kanada

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...