Hjartnæmt kvöld í Manchester

Tónleikarnar gengu frábærlega þrátt fyrir skamman fyrirvara.
Tónleikarnar gengu frábærlega þrátt fyrir skamman fyrirvara. AFP

Það var mikil stemning og samhugur á One Love Manchester tónleikunum í kvöld þar sem fjöldi tónlistarmanna kom saman til að minnast fórnarlambanna hryðju­verka­árás­ar­inn­ar í Manchester Ar­ena.

Fyrir styrktartónleikunum stóð söngkonan Ariana Grande, en fyrir tveimur vikum var Grande aðeins nýfarin af sviðinu í Manchester Arena þegar hryðjuverkaárásin átti sér stað. Margir áhorfendur voru aðdáendur Grande sem höfðu verið á fyrri tónleikunum.  

Áhorfendur sýndu samhug með margs konar hætti.
Áhorfendur sýndu samhug með margs konar hætti. AFP

Styrktartónleikarnir í kvöld báru mikinn árangur en um 50 þúsund manns mættu á Old Trafford leikvanginn, milljónir horfu í beinni útsendingu.

Hljómsveitin Take that réð á vaðið en meðal tónlistarmanna voru Coldplay, Just­in Bie­ber, Katy Perry, Miley Cyr­us, Take That, Us­her, Phar­rell og Black Eyed Peas, og sjálf söng Grande nokkra af slögurum sínum. Á milli atriðanna báru þau aðstandendum og fórnarlömbum hjartnæm skilaboð og áhorfendur tóku undir. 

Uppfært 22:39

Að sögn aðstandenda tónleikanna hafa safnast um tvær milljónir punda til stuðnings fórnarlömbum tónleikanna með netáheitum og textaskilaboðum og þá hefur breski Rauði krossinn greint frá því að 10 milljónir punda hafi safnast fyrir We Love Manchester neyðarsjóðinn.

Söngkonan Ariana Grande tilkynnti þá að hún muni endurgefa út lag sit One Last Time og að allur ágóði af sölu þess muni renna til herferðarinnar.

Ariana Grande söng nokkur lög við trylltar undirtektir.
Ariana Grande söng nokkur lög við trylltar undirtektir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert