10 mánaða drengur skotinn til bana

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. AFP

Tíu mánaða gamall drengur að nafni Messiah Justice Marshall var skotinn til bana í borginni Houston í Texas á miðvikudag. Drengurinn var í fangi föður síns sem var á leiðinni út í göngutúr með son sinn þegar þrír menn veittust að feðgunum. Að sögn lögreglu braust út rifrildi milli föðurins og mannanna sem endaði með því að einn þeirra dró fram byssu og lét skotum rigna í átt að feðgunum.

Faðir Messiah, sem ekki hefur verið nafngreindur, reyndi að flýja í burtu í gegnum nærliggjandi bílastæði þar sem vegfarandi sem kom akandi tók hann upp í bílinn og ók feðgunum að næstu bensínstöð þar sem lögregla og sjúkraflutningamenn tóku á móti þeim. Drengurinn var úrskurðaður látinn á staðnum.

Gengu langt yfir strikið

„Hann var rétt að hefja vegferð sína í þessum heimi sem var hrifsuð frá honum af hugleysingjum sem bera enga virðingu fyrir lífinu, af hugleysingjum sem gegnu yfir strikið. Þú skýtur ekki mann sem heldur á tíu mánaða gömlum syni sínum,“ er haft eftir Art Acevedo, lögreglustjóra í Houston.

Acevedo sagði í samtali við fjölmiðla að lögreglan leiti nú þriggja manna sem liggi undir grun sem allir eru rúmlega tvítugir „Það er ákveðin lína sem ekki má stíga yfir,“ sagði hann á blaðamannafundi vegna málsins sem fram fór í gær.

 „Faðirinn kom inn í bílinn og við fórum að Valero því ég hafði séð lögregluna þar skömmu áður. Hann byrjaði að öskra; Hringdu á sjúkrabíl! Hringdu á neyðarlínuna,“ sagði ökumaðurinn sem keyrði feðgana á bensínstöðina eftir árásina. „Ég var örlítið stressaður, fæturnir byrjuðu að skjálfa. Það var svo sorglegt að sjá hann ganga um með son sinn sem var svo gott sem dáinn í fangi hans.“

Fleiri börn verið skotin í Houston

Acevedo segir að lögreglan muni auka nærveru sína í hverfinu þar sem atburðurinn átti sér stað í því skyni að reyna að hafa uppi á hinum grunuðu og til að koma í veg fyrir frekari glæpi gengja í hverfinu. „Við munum vinna sleitulaust þangað til við hneppum fólkið í varðhald,“ segir Acevedo.

Lögregla rannsakar nú hvort faðirinn hafi áður átt einhver samskipti við hina grunuðu. „Það skiptir ekki máli hvað hvatti þá til verknaðarins. Mér er alveg sama hvað var í gangi í kollinum á þeim en þeir gengu virkilega, virkilega langt yfir strikið,“ segir Acevedo. „Við sættum okkur ekki við þetta.“

Messiah litli er ekki eina barnið sem hefur fallið fyrir byssuskoti á svæðinu við Houston að undanförnu. Í mars handtók lögreglan mann sem grunaður er um að hafa skotið átta ára gamla stúlku til bana þar sem hún sat sem farþegi í bíl með móður sinni. Þá lést 14 ára drengur á þriðjudag eftir að tvíburabróðir hans skaut hann óvart í höfuðið, en ætlunin var að skjóta snák sem bræðurnir höfðu fundið úti í skurði.

Frétt Guardian

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...