Sjóðandi hiti frá Síberíu til London

Gestir W-hótelsins í Amsterdam kæla sig í hitanum í sundlauginni ...
Gestir W-hótelsins í Amsterdam kæla sig í hitanum í sundlauginni á þaki byggingarinnar. AFP

Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu. Júnímánuður verður að öllum líkindum sá heitasti í London frá árinu 1976. Óvenjuhár hitinn hefur sett strik í reikning Portúgala sem berjast enn við skógarelda í landinu.

Yfir þúsund slökkviliðsmenn eru enn að störfum í miðhluta Portúgals en eldurinn kviknaði er eldingu sló niður í úrkomulausu þrumuveðri á laugardag. Að minnsta kosti 64 hafa látist.

Skógareldar kviknuðu einnig á tveimur stöðum við Adríahafið í Króatíu. Flytja þurfti 800 ferðamenn af svæðinu í öruggt skjól. Tekist hefur að slökkva eldana. 

„Við vorum hrædd, það er staðreynd,“ segir sænskur ferðamaður í samtali viðAFP-fréttastofuna. „Við gátum séð eldana frá hótelherberginu okkar og það var engu líkara en þeir væru rétt fyrir utan gluggann.“

Kona í Frakklandi svalar þorstanum í hitabylgjunni.
Kona í Frakklandi svalar þorstanum í hitabylgjunni. AFP

Í dag eru sumarsólstöður og á meðan Evrópubúar fagna þessum lengsta degi ársins hefur hitastigið farið um og yfir 35°C víða, m.a. á Ítalíu, í Austurríki, Hollandi og Sviss.

Slökkviliðsmenn eru í viðbragðsstöðu í Austurríki en hefð er fyrir því að fólk kveiki varðelda til að fagna sumarsólstöðum. Yfirvöld á sumum svæðum í landinu hafa lagt blátt bann við því að fólk grilli í almenningsgörðum, sem einnig er rík hefð fyrir, til að lágmarka hættu á gróðureldum.

Á Ítalíu eiga veðurfræðingar von á því að hitabylgjan nú verði sú mesta í landinu í fimmtán ár en hitastigið er víða um átta gráðum hærra en að meðaltali á þessum árstíma. Hitinn hefur farið upp í 39°C í Mílanó og í 30°C í ítölsku Ölpunum sem eru í yfir þúsund metra hæð.

Í rannsókn sem birt var á mánudag var varað við því að hitabylgjur verði algengari í framtíðinni vegna loftslagsbreytinga. 

Bretar mega eiga von á því að hitabylgjan þar í landi vari í að minnsta kosti fimm daga. Reiknað er með að hitastigið fari yfir 30°C víða. Í Vestur-London er búist við því að hitinn verði 34°C í dag.

Drengur gengur undir gosbrunn í Barcelona á Spáni. Búist er ...
Drengur gengur undir gosbrunn í Barcelona á Spáni. Búist er við að hitinn fari í yfir 40 gráður á Spáni í dag. AFP

 Malbik bráðnaði í hitanum í Guildford, suðvestur af höfuðborginni. Hin konunglega kappreið, Ascot, fer fram um helgina og segjast aðstandendur hennar íhuga að slaka á kröfum um klæðaburð í fyrsta skipti svo gestir geti verið léttklæddari.

Líkur eru á því að þrumuveður muni setja strik í reikninginn á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Þá gæti tjaldstæðið, þar sem um 200 þúsund gestir eru nú að byrja að stinga niður tjaldhælum, breytast í drullusvað.

Parísarbúar búa sig einnig undir sjóðheitan dag. Von er á 37 stiga hita í Centre-Val de Loire sem er suður af höfuðborginni. Mengun verður mikil í París á heitum dögum og því hefur lögreglan beint vörubílum frá miðborginni og lækkað hámarkshraða á ákveðnum svæðum.

Hitabylgjan nær allt til Síberíu í Rússlandi. Þar hefur hitinn farið upp í 37 stig í borginni Krasnoyarsk.

Hins vegar er aðeins 1 stigs hiti í Murmansk og snjókoma. Það er óvenju kalt á þessum árstíma. 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOL...
Sundföt
...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...