Brennuvargar að verki í Portúgal

Um 2.000 þorpsbúar eru innlyksa vegna skógarelda sem nú geisa í Portúgal. Eldarnir loga á tveimur stöðum í miðhluta landsins. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi á nokkrum svæðum þar sem áfram er spáð heitu og þurru veðri.

Í sumar hefur metfjöldi gróðurelda kviknað í Portúgal að sögn Constanca Urbano de Sousa, innanríkisráðherra landsins. Ráðherrann segir að kenna megi fólki um eldsupptök í flestum tilvikum. Sumir þeirra hafi verið kveiktir viljandi.

„Það er ómögulegt að koma til eða fara frá Macao vegna elds og reyks,“ segir Vasco Estrela, bæjarstjóri í þorpinu Macao. 

Skógareldarnir kviknuðu á þriðjudagskvöld og sóttu í sig veðrið á miðvikudag. Á fimmtudag loguðu þeir umhverfis allt þorpið og enn í dag eiga slökkviliðsmenn í mesta basli með að hefta útbreiðslu þeirra og slökkva þá. 

Eldar sem kviknuðu fyrr í sumar höfðu þegar eytt miklum gróðri í nágrenni þorpsins. Björgunarsveitir komu 130 íbúum nálægra þorpa til bjargar og fluttu þá í öruggt skjól. 

Að minnsta kosti 92 hafa slasast vegna gróðureldanna þar af sjö alvarlega. 

Í gær var aðalvegurinn inn á svæðið lokaður og eldarnir höfðu einnig áhrif á umferð um þjóðveginn sem tengir höfuðborgina Lissabon og Porto sem er í norðurhluta landsins. 

Um miðjan júní kviknuðu gríðarlegir eldar í Portúgal sem marga daga tók að slökkva. 64 létu lífið í þeim, aðallega fólk sem varð innlyska í bílum sínum. Meira en 250 manns slösuðust. 

Á þessu ári hefur 91 verið handtekinn í Portúgal, grunaður um íkveikju. 

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...