Fundu annan handlegg í Kø­ge-flóa

Jens Møller Jensen, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í Kaupmannahöfn, greindi frá fundi …
Jens Møller Jensen, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í Kaupmannahöfn, greindi frá fundi handleggsins í dag. Mynd frá 7. október. AFP

Lög­regla í Kaup­manna­höfn fann annan hand­legg á hafs­botni í Kø­ge-flóa fyr­ir utan Kaup­manna­höfn í dag. Í síðust viku fannst handleggur á svipuðum slóðum. Báðir handleggirnir voru þyngdir með svipuðum hætti og telur Jens Møller Jensen, aðstoðarlögreglustjóri, þá tengjast hvarfi blaðakonunnar Kim Wall. Danska ríkissjónvarpið greinir frá

Peter Madsen danski upp­finn­inga­maðurinn og eigandi káfbátarins Nautilus þar sem blaðkonan sást síðast á lífi er í haldi lögreglu grunaður um að hafa ráðið henni bana. 

Handleggurinn verður sendur til frekari rannsóknar. Lögreglan vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert