Blaðamenn Reuters ákærðir

Kyaw Soe Oo á leiðinni úr réttarsalnum.
Kyaw Soe Oo á leiðinni úr réttarsalnum. AFP

Tveir blaðamenn Reuters hafa verið ákærðir af lögreglunni í Búrma fyrir að hafa tekið við leyniskjölum sem tveir lögreglumenn létu þá hafa yfir kvöldverði.

Þeir eiga yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsi verði þeir fundnir sekir.

Wa Lone og Kyaw Soe Oo, sem eru frá Búrma, voru handteknir í síðasta mánuði. Þeir höfðu sagt fréttir af ofsóknum stjórnarhers Búrma á hendur rohingjum.

Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldið og lýsa því sem þjóðernishreinsunum.

„Segið fólkinu að vernda blaðamennina okkar!“ hrópaði Kyaw Soe Oo í réttarsalnum.

Blaðamennirnir mæta aftur í réttarsalinn 23. janúar þegar málflutningur hefst.

Wa Lone á leiðinni í réttarsalinn.
Wa Lone á leiðinni í réttarsalinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert