Stjórnin segir af sér vegna hneykslis

Larry Probst, formaður bandarísku ólympínefndarinnar (til vinstri), ásamt framkvæmdastjóra nefndarinnar, …
Larry Probst, formaður bandarísku ólympínefndarinnar (til vinstri), ásamt framkvæmdastjóra nefndarinnar, Scott Blackmun, á blaðamannafundi. AFP

Stjórn bandaríska fimleikasambandsins ætlar að segja af sér vegna hneykslismálsins í tengslum við kynferðislega misnotkun fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins á fjölda fimleikakvenna.

Ákvörðunin var tekin vegna þrýstings frá bandarísku ólympíunefndinni, USOC.

„Bandaríska fimleikasambandið mun gangast við skilyrðum USOC,“ sagði í tilkynningu frá sambandinu.

Læknirinn fyrrverandi, Larry Nassar, var fyrr í vikunni dæmdur í 40 til 175 ára fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi.

Bandaríska fimleikasambandið samþykkti að gangast við þeim sex skilyrðum sem ólympíunefndin setti til að sambandið fengi að stjórna áfram fimleikaiðkun í landinu.

Larry Nassar.
Larry Nassar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert