Lofsamar ráðgjafa sakaðan ofbeldi

Trump segir mikilvægt að muna að Porter segist saklaus.
Trump segir mikilvægt að muna að Porter segist saklaus. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lofsamar Rob Porter, fyrrverandi ráðgjafa sinn sem sagði upp störfum í vikunni vegna ásakana fyrrverandi eiginkvenna hans um ofbeldi. BBC greinir frá.

„Við óskum honum góðs gengis. Hann var mjög duglegur,“ voru fyrstu opinberu viðbrögð Trump vegna málsins á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. En spurningar hafa vaknað um hverjir vissu af ásökunum og hve lengi sú vitneskja hafði legið fyrir áður en hann var látinn fara.

Porter sagði upp starfi sínu í Hvíta húsinu í vikunni.
Porter sagði upp starfi sínu í Hvíta húsinu í vikunni. AFP

Ein fyrrverandi eiginkona Porter segir hann hafa gefið henni glóðarauga og önnur segist hafa þurft að óska eftir nálgunarbanni á hann. Porter neitar þessum ásökunum.

Trump sagði í fyrr í dag að hann hefði frétt af málinu nýlega og að hann hefði orðið mjög hissa. Hann óskaði Porter hins vegar góðs gengis og tók fram að þetta væru erfiðir tímar fyrir hann.

„Hann sinnti starfi sínu í Hvíta húsinu mjög mel. Við vonum að hann eigi frábæran feril framundan. Við urðum mjög leið að heyra af þessu og hann er örugglega mjög leiður núna líka. Eins og þið vitið eflaust þá segist hann vera saklaus og þið verðið að muna það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert