O.J. Simpson lýsir hugsanlegri játningu

Í viðtali frá 2006 lýsir O.J. Simpson því hvernig hann …
Í viðtali frá 2006 lýsir O.J. Simpson því hvernig hann hugsanlega hefði myrrt fyrrverandi eiginkonu sína mlb.is/AFP

O.J. Simpson reifar hvernig hann hugsanlega hefði framið morðið á fyrrverandi konu sinni og vini hennar árið 1994, í viðtali frá 2006. Viðtalið var tekið í tengslum við útgáfu bókarinnar „Ef ég gerði það“ (If I Did It). Viðbrögð voru mjög hörð gagnvart útgáfunni og var viðtalið aldrei birt og bókin ekki gefin út fyrr en seinna, segir í frétt BBC.

Bókin var á endanum gefin út, eftir að aðstandendur Rons Goldmans kærðu og unnu einkamál gegn Simpson. Veitti rétturinn aðstandendum réttinn að bókinni.

Viðtalið var hins vegar ekki birt fyrr en í gær þegar brot úr viðtalinu voru sýnd á sjónvarpsstöðinni Fox í þættinum „OJ Simpson: The Lost Confession“, en Fox segir að viðtalið hafi verið týnt í safni stöðvarinnar. Simpson segir meðal annars í viðtalinu „ég man man að ég greip hnífinn, ég man þann hluta, taka hnífinn af Charlie og alveg heiðarlega, þá man ég ekkert eftir það nema að ég stend þarna og allt sé út um allt.“ Aðspurður um hvað sé „út um allt“ segir Simpson „blóð og þessháttar.“

Í þættinum á sunnudag var rætt við Christopher Darden, sem rak málið af hálfu ákæruvaldsins, og Judith Reagan, sem tók viðtalið. Darden sagði það sem komi fram í viðtalinu væri ígildi játningu. „Ef ég hefði vitað að hann sagði þetta 2006, hefði ég ekki mótmælt birtingu viðtalsins“ sagði Darden við Fox.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert