Segir Bandaríkin ætla að slíta samningi

Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Brottrekstur Rex Tillerson úr embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna sýnir að bandarísk stjórnvöld ætla að slíta kjarnorkusamningnum á milli Tehran og stórvelda heimsins.

Þetta sagði Abbas Araghchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans.

„Bandaríkin eru staðráðin í því að yfirgefa kjarnorkusamninginn og breytingar í utanríkisráðuneytinu voru gerðar með það í huga, eða að minnsta kosti var það ein af ástæðunum,“ sagði Araghchi.

Donald Trump Bandaríkjaforseti lét hafa eftir sér eftir brottvikningu Tillerson að þeir tveir hafi ekki verið sammála um kjarnorkusamninginn við Íran.

„Þegar horft er til baka til samn­ings­ins við Íran þá fannst mér hann hræðileg­ur en hon­um fannst samn­ing­ur­inn í fínu lagi. Ég vildi annað hvort slíta hon­um eða gera eitt­hvað en hann var ósam­mála. Svo við hugsuðum ekki það sama,“ sagði Trump.

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans.
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans. AFP
mbl.is
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...