Rússar svara í sömu mynt

Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov segir ásakanir Theresu May brjálæðislegar.
Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov segir ásakanir Theresu May brjálæðislegar. AFP

Rússar ætla að svara í sömu mynt og vísa breskum stjórnarerindrekum „bráðlega“ úr landi. Theresa May tilkynnti í gær að 23 rússneskum erindrekum yrði vísað frá Bretlandi þar sem rússnesk stjórnvöld hefðu ekki gefið trúverðug svör um aðkomu sína að morðtilræðinu á Skripal-feðginunum.

Vildi hún m.a. fá svör við því hvernig að taugaeitur sem þróað var og framleitt í Rússlandi hefði komist til Bretlands og verið beitt gegn gagnnjósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu.

Rússnesk stjórnvöld svöruðu fyrir sig í fjölmiðlum og sögðust enga aðkomu hafa að málinu og hafa sakað þau bresku um „skrípaleik“. Sögðust þau ekki ætla að svara fyrr en að þau fengju aðgang að þeim eitursýnum sem fundust á vettvangi morðtilræðisins.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ekki komið annað til greina en að svara í sömu mynt. Hann segir að ásakanir May, sem sagði í breska þinginu í gær að Rússar bæru ábyrgð á tilræðinu, „brjálæðislegar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert