Krefur klámstjörnuna um skaðabætur

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Eiginkona hans, Melania Trump, er við hlið …
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Eiginkona hans, Melania Trump, er við hlið hans. AFP

Lögfræðingar Donald Trump Bandaríkjaforseta krefjast 20 milljón dala fyrir hönd forsetans í skaðabætur frá klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. Trump segir að Daniels hafi rofið samning um að þaga yfir sambandi þeirra.

Lögfræðingar forsetans segir að Daniels hafi brotið gegn samkomulaginu í það minnsta 20 sinnum. Daniels heldur því fram að hún hafi átt í sambandi við Trump. Sambandið á að hafa hafist árið 2006 og lauk því snemma árs 2007.

Michael Cohen, einn lögfræðinga Trump, greiddi Daniels jafnvirði 13 milljóna íslenskra króna fyrir forsetakosningarnar árið 2016 til að hún myndi þegja. 

Stormy Daniels.
Stormy Daniels. AFP

Trump neitar því að umrætt samband hafi átt sér stað en lögfræðingur Daniels segir að Trump beiti hefðbundnum aðferðum til að reyna að þagga niður í fólki.

Samkvæmt lögfræðingi Daniels, Michael Avenatti, áttu Trump og Daniels að skrifa undir þagnarsamkomulagið undir dulnefnunum Peggy Peterson og David Dennison. Trump skrifaði hins vegar aldrei undir og því ætti samningurinn ekki að vera í gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert