Ár þar til Bretar ganga úr ESB

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, hefur verið mikið hitamál í …
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, hefur verið mikið hitamál í landinu, og um Evrópu alla. AFP

Theresa May heimsækir í dag opinberlega fögur lönd Stóra-Bretlands; Skotland, England, Norður-Írland og Wales, af því tilefni að ár er þangað til Bretland gengur úr Evrópusambandinu, eða þann 29. mars 2019.

Brexit er enn viðkvæmt og heitt málefni í Bretlandi þar sem þungavigtarmenn á borð við Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafa kallað eftir því að þjóðaratkvæðagreiðslan verði endurtekin, en breska þjóðin samþykkti útgöngu úr sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem var haldin 23. júní árið 2016.

„Af því tilefni að ár er þangað til Bretland yfirgefur Evrópusambandið vil ég heimsækja fjögur lönnd Bretlands til að ræða við fólkið í landinu og heyra hvað Brexit þýðir fyrir þeim,“ sagði May áður en hún lagði af stað í morgun.

Theresa May ræðir við starfsmenn textílverksmiðju Alex Begg í Ayr, …
Theresa May ræðir við starfsmenn textílverksmiðju Alex Begg í Ayr, Skotlandi. AFP

Fyrsta stopp hennar var í textílverksmiðju í Ayrshire í suðvesturhluta Skotlands. Því næst fór hún til Newcastle þar sem saman var kominn hópur foreldra ungra barna. Þaðan verður haldið Norður-Írlands þar sem May hyggst snæða hádegisverð með bændum nærri Belfast. 

Þá fer hún til Wales og ræðir við velska atvinnurekendur í bænum Barry, en bærinn telur uþ.b. 50 þúsund íbúa. Deginum lýkur í Lundúnum þar sem Theresa May fær sér síðdegiste með hópi Pólverja búsettum í borginni.

„Ég er ákveðin í því að styrkja tengsl og samband okkar áður en við göngum úr Evrópusambandinu og fyrir tímana framundan,“ sagði May.

May ásamt foreldrum í Newcastle og ungum börnum þeirra.
May ásamt foreldrum í Newcastle og ungum börnum þeirra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert