Enn ein stunguárásin í London

Yfir fimmtíu morð hafa verið framin í London í ár.
Yfir fimmtíu morð hafa verið framin í London í ár. AFP

Kona á fertugsaldri var stungin til bana í Brixton í suðurhluta Lundúna í gær. Lögreglan telur að árásarmaðurinn, sem hún hefur handtekið, hafi þekkt til konunnar.

Bráðaliðar hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en þær báru ekki árangur.

Fjöldi stunguárása hefur verið gerður í London í ár. Hafa yfirvöld heitið því að fara í frekari aðgerðir til að sporna gegn því sem kallað hefur verið faraldur í borginni.

Í flestum tilvikum er um átök milli glæpagengja að ræða, að sögn lögreglunnar. Yfir fimmtíu morð hafa verið framin í borginni það sem af er ári.

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert