3,5 milljarðar til verndar kóalabjörnum

Kóalabjörn sem missti auga og fót eftir að hafa orðið …
Kóalabjörn sem missti auga og fót eftir að hafa orðið fyrir bíl í Nýja-Suður-Wales. AFP

Ráðamenn í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu hafa ákveðið að verja 45 milljónum ástralskra dala, sem nemur 3,5 milljörðum króna, í að vernda kóalabirni á svæðinu. BBC greinir frá.

Fjármagninu verður varið í að koma á fót skógverndarsvæði og spítala til að annast veik og slösuð dýr. Þá verða ráðstafanir gerðar við vegi þar sem algengt er að kóalabirnirnir drepist þegar þeir verða fyrir bílum.

Fækkun í kóalastofninum er meðal annars talin stafa af minnkuðu búsvæði, hundaárásum og loftslagsbreytingum.

Skógverndarsvæðið verður 250 ferkílómetrar að stærð.

Fjöldi kóalabjarna í Nýja-Suður-Wales hefur minnkað um 26% á tveimur áratugum, en talið er að um 36.000 kóalabirnir búi á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert