Gina Haspel nýr yfirmaður CIA

Gina Haspel er fyrsta konan sem gegnir starfi yfirmanns bandarísku ...
Gina Haspel er fyrsta konan sem gegnir starfi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. AFP

Öldungadeild Bandaríkjaþing samþykkti í dag tilnefningu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Ginu Haspel sem næsta yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Haspel verður fyrsta konan til að gegna starfi yfirmanns leyniþjónustunnar.  

Tilnefningin var samþykkt þrátt fyrir tengsl hennar við leyni­legt fang­elsi CIA á Taílandi árið 2002 þar sem liðsmenn hryðju­verka­sam­tak­anna Al-Kaída voru beitt­ir vatns­pynding­um. Tengslin hafa verið harðlega gagnrýnd, sérstaklega af þingmönnum demókrata. 

Haspel kom fyrir nefnd  banda­rísku öld­unga­deild­ar­inn­ar í síðustu viku þar sem hún fullyrti að stofn­un­in muni ekki beita pynd­ing­um und­ir henn­ar stjórn.

Alls greiddu 54 þingmenn atkvæði með tilnefningunni en 45 á móti. Einn sat hjá. Sex þingmenn Demókrataflokksins fóru á svig við vilja flokksins og greiddu atkvæði með tilnefningunni. Tveir þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn Haspel.

Trump óskaði Haspel formlega til hamingju á Twitter, eins og honum einum er lagið. Forsetinn hefur ítrekað sagt að hún sé fádæma hæf í starf yfirmanns leyniþjónustunnar.

Haspel, sem er 61 árs, tekur við af Mike Pompeo, sem Trump útnefndi sem utanríkisráðherra fyrir skömmu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...