Líklegt að leiðtogafundinum verði frestað

Donald Trump fundaði með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í Hvíta ...
Donald Trump fundaði með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í Hvíta húsinu í dag. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, segir talsverðar líkur á að leiðtogafundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, verði frestað um óákveðinn tíma. BBC greinir frá. 

Trump og og Moon Jae-in, for­seti Suður-Kór­eu, áttu fund í Hvíta húsinu í dag. Suður-kóreskir fjölmiðlar greina frá því að þar hafi Moon líklega sagt forsetanum við hverju hann mætti búast frá Kim í aðdraganda leiðtogafundarins. Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu áttu sögulegan fund í lok apríl þar sem þeir ræddu um af­kjarn­orku­vopna­væðingu og var­an­leg­an frið á Kór­eu­skag­an­um.

Í síðustu viku hótuðu stjórnvöld í Norður-Kóreu að hætta við leiðtoga­fund Kim Jong-un og Trumps ef Banda­rík­in gera kröfu um að Norður-Kórea eyði öll­um sín­um kjarn­orku­vopn­um ein­hliða.

Til stóð að fundurinn færi fram 12. júní næstkomandi í Singapúr. „Ef ekkert verður af fundinum verður hann kannski seinna,“ sagði Trump í samtali við fjölmiðla fyrir fund sinn með Moon í dag.

mbl.is
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...