Níundi maðurinn ákærður

Sofiane Ayari.
Sofiane Ayari. AFP

Félagi franska hryðjuverkamannsins Salah Abdeslam hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásum í Brussel 22. mars 2016 sem kostuðu 32 lífið. 

Túnisbúinn, Sofiane Ayari, er sá níundi sem er ákærður fyrir aðild að árásunum en um sprengjutilræði var að ræða á flugvellinum í Brussel og neðanjarðarlestarstöð í miðborginni þann sama dag. Hundruð særðust í árásunum.

Ayari, sem var með Abdeslam þegar hann var handtekinn nokkrum dögum fyrir árásirnar í Brussel, skaut á lögreglu þegar þeir reyndu að verjast handtöku.  

Ayari, sem er 24 ára gamall, er ákærður fyrir aðild að hryðjuverkahóp og að hafa tekið þátt í að undirbúa árásirnar. Talið er að hann hafi tekið þátt í bardögum með Ríki íslams í Sýrlandi áður en hann kom til Belgíu.

Ayari og Abdeslam voru báðir dæmdir í 20 ára fangelsi í apríl fyrir að hafa skotið á lögregluna í byssubardaganum í Brussel 15. mars 2016. Ayari hefur setið í belgísku fangelsi síðan hann var handtekinn en Abdeslam er í frönsku fangelsi þar sem hann bíður réttarhalda vegna árásanna í París nóvember 2015. Alls létust 130 í þeim og hundruð særðust.

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Suzuki GS 1000L Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...