Veist að Nielsen á mexíkóskum stað

Kirstjen Nielsen.
Kirstjen Nielsen. AFP

Mótmælendur púuðu á og æptu að Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, þar sem hún snæddi á mexíkóskum veitingastað nærri Hvíta húsinu í Washingtonborg í gærkvöld. BBC greinir frá.

Aktívistar veittust að Nielsen þar sem hún sat á veitingastaðnum, en Bandaríkjastjórn situr undir harðri gagnrýni vegna harðra móttaka á þeim sem koma yfir landamærin frá Mexíkó í leit að hæli. Börn eru tekin af foreldrum sínum sem settir eru í fangelsi, en börnin eru geymd í búðum og jafnvel inni í eins konar búrum dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman.

Öryggisverðir Nielsen gættu þess að mótmælendur kæmust ekki of nærri henni þar sem hún sat aftarlega á staðnum. Meðal þess sem hrópað var var „Hvernig sefurðu á nóttunni?“, „Ef börn fá ekki að borða í friði þá færð þú ekki að borða í friði,“ „Heyrirðu í gráti barnanna?“ og „Ert þú ekki móðir líka?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert