Boris Johnson segir af sér

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Fréttastofan Sky greinir frá þessu. Afsögnin kemur í kjölfar óánægju harðlínumanna í útgöngumálum með nýja áætlun stjórnar Theresu May um hvernig samskiptum Evrópusambandsins og Breta skuli háttað eftir útgönguna. Í gær sagði David Davis, ráðherra útgöngu úr Evrópusambandinu, af sér.

Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir að forsætisráðherrann hafi tekið við uppsagnarbréfi Boris Johnsonar í dag. „Arftaki hans verður kynntur innan skamms. Forsætisráðherrann þakkar Boris fyrir störf sín.“

Theresa May forsætisráðherra ávarpaði þingið klukkan hálfþrjú í dag til að greina frá útgöngustefnu stjórnarinnar, sem ráðherrarnir 26 í ríkisstjórn hennar komu sér saman um fyrir helgi.

May sagði eft­ir fund­inn að rík­is­stjórn­in muni leit­ast eft­ir því að gera fríversl­un­ar­samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið á sviði iðnaðar- og land­búnaðarfram­leiðslu og styddi auk þess sam­eig­in­legt tolla­svæði. Hið síðar­nefnda verður þó að telj­ast lang­sótt í ljósi þess að Bret­ar munu einnig leit­ast eft­ir því að geta samið um eig­in tolla við ut­anaðkom­andi ríki. 

Enn veikist May

Staða Theresu May sem forsætisráðherra þótti veik fyrir og ljóst er að ekki er hún betri nú. Íhaldsflokkurinn hefur ekki meirihluta á breska þinginu heldur reiðir sig á tíu þingmenn Norður-írska sambandsflokksins (DUP), íhaldsflokks sem vill úr ESB. Þá glímir hún við harðlínumenn í eigin flokki, sem vilja út úr tollabandalagi Evrópusambandsins, undan Evrópudómstólnum og hugnast ekki frjálst flæði fólks milli Evrópusambandsins og Bretlands.

Laura Kuenssberg, þingfréttaritari BBC, segir afsögn hans hafa snúið „vandræðalegu og erfiðu ástandi fyrir forsætisráðherrann í mögulega allsherjarkrísu“.

Boris hefur lengi verið nefndur sem mögulegt formannsefni Íhaldsmanna Margir bjuggust við því að hann gæfi kost á sér í embættið þegar kosið var um arftaka David Cameron, sem sagði af sér eftir að 51,9% Breta höfðu kosið að ganga úr Evrópusambandinu. Boris ákvað hins vegar að gefa ekki kost á sér og úr varð að Theresa May, fyrrum stuðningsmaður áframhaldandi aðildar (e. remainer) tók við formennsku og forsætisráðherrastöðunni.

Á vef Guardian er því velt upp hvort Boris muni leggja fram vantrautstillögu gegn May. Talið er ólíklegt að hann hefði betur í slíkri baráttu. Aðeins 129 þingmenn Íhaldsflokksins kusu með útgöngunni úr sambandinu, rétt rúm 40 prósent, og margir þeirra hafa efasemdir um þá sýn sem Boris Johnson hefur á útgönguna, „hart Brexit“, sem ríkisstjórnarliðar höfnuðu á fundinum afdrifaríka fyrir helgi.

Brexit hverfur ekki með stjórnmálamönnum

Á fjölmiðlafundi í gær sagði fjölmiðlafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, Margaritis Schinas, að afsögn Davis hefði engin áhrif á viðræður Breta og Evrópusambandsins. „Ekki hjá okkur. Við erum hér við vinnu.“

Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar verður að teljast hæpið að slík stólaskipti setji ekki strik í reikninginn í viðræðunum, sérstaklega nú þegar Boris Johnson er horfinn á braut. 263 dagar eru þar til Bretar ganga úr sambandinu, 29. mars 2019, og samkvæmt áætlunum breskra og evrópskra stjórnvalda á samkomulag um útgönguna að liggja fyrir í október.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á Twitter að stjórnmálamenn komi og fari. Vandamálin sem þeir skapa fari þó verði þó um kjurrt. Hann sagðist aðeins sakna þess að hugmyndin um Brexit hafi ekki horfið með þeim. „Eða hvað?“ segir forsetinn að lokum, en hann hefur áður lýst því yfir að hann kveðji Breta með söknuði.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...