Náðu samkomulagi eftir maraþonfund

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Breska ríkisstjórnin hefur komist að samkomulagi um hvernig hún sér fyrir sér framtíðarsamband sitt við Evrópusambandið eftir Brexit.

Frá þessu greindi Theresa May forsætisráðherra við fjölmiðla eftir tólf klukkustunda maraþonfund ríkisstjórnarinnar í dag. 

Samkvæmt því sem May sagði eftir fundinn mun stjórnin leitast eftir því að gera fríverslunarsamning við Evrópusambandið á sviði iðnaðar- og landbúnaðarframleiðslu. Stjórnin styður auk þess sameiginlegt tollasvæði.

Laura Ku­enss­berg, rit­stjóri stjórn­má­laum­fjöll­un­ar hjá BBC, sagði að margir þeir sem væru hlynntir Brexit yrðu ekki ánægðir með þetta samkomulag. Augljóst væri á þessu að forsætisráðherrann hefði ákveðið að vera í nánara samstarfi með Evrópusambandinu en margir samherjar hennar vildu.

„Ég tel að þetta samkomulag sé gott fyrir Bretland og verði einnig gott fyrir Evrópusambandið,“ sagði May. Ekki er vitað hver viðbrögð ESB við samkomulaginu verða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Mercedes Benz GLK 250 CDI - 2011 árgerð
Bens GLK 250cdi, árgerð 2011, ekinn 92 þús km., krókur, leður o.fl. Verð 3 millj...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...