Eineltið kostaði hann lífið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Níu ára gamall bandarískur drengur framdi sjálfsvíg á fimmtudaginn í kjölfar hrottalegs eineltis sem hann varð fyrir eftir að hafa sagt skólasystkinum sínum í Denver í Colarado að hann væri samkynhneigður.

Móðir Jamel Myles, Leia Pierce, segir í viðtali við KDVR-sjónvarpsstöðina að sonur hennar hafi greint henni frá því í sumar að hann væri samkynhneigður. Hún segir að drengurinn hafi viljað segja bekkjarsystkinum frá þessu enda væri hann stoltur af því að vera samkynhneigður. 

Samkvæmt frétt BBC hefur Denver Public Schools (DPS) fengið áfallastreituröskunarteymi til starfa í skóla Jamel til þess að ræða við nemendur. Foreldrar fengu sent bréf þar að lútandi á föstudag.

Lögreglan í Denver fer með málið og er það rannsakað sem sjálfsvíg en lík Jamel fannst á heimili hans á fimmtudag, eftir fjóra daga í skólanum. 

„Sonur minn sagði elstu dóttur minni að krakkarnir í skólanum hafi sagt honum að drepa sig,“ segir Pierce. Hún segir að þegar hann hafi sagt henni að hann væri samkynhneigður hafi hann verið hræddur en hún hafi sagt honum að það hefði engin áhrif á ást hennar á honum. Hann hafi síðan sagt krökkunum frá þessu á mánudaginn í skólanum og þá hafi eineltið hafist og staðið linnulaust í fjóra daga þangað til hann gafst upp og framdi sjálfsvíg.

Frétt Washington Post

Frétt BBC

mbl.is
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Hjálp við að hætta að reykja
Hjálp óskast við að hætta að reykja....
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...