Létust eftir sjö hæða fall

Mennirnir voru að steypa á vinnupalli á 7. hæð.
Mennirnir voru að steypa á vinnupalli á 7. hæð. Ljósmynd/Slökkvilið Orange County

Tveir verkamenn við hótelbyggingu í Flórída í Bandaríkjunum féllu til jarðar af sjöundu hæð þegar vinnupallur sem þeir unnu á hrundi. Mennirnir létust báðir, en þriðji maðurinn náði að hanga á pallinum og klifra á öruggan stað.

Fréttastofa Fox greinir frá því að atvikið hafi átt sér stað við byggingu á Marriott-hóteli skammt frá Disney World í Flórída. Samkvæmt slökkviliði á svæðinu hrundi vinnupallurinn um klukkan 4:15 að bandarískum tíma í morgun, en mennirnir höfðu verið að steypa.

Ástæður þess að vinnupallurinn hrundi eru óþekktar eins og stendur en er málið til rannsóknar. Um 18 verkamenn voru á svæðinu þegar atvikið átti sér stað, en eins og áður segir er verið að byggja Marriott-hótel sem á að hýsa 516 hótelherbergi á 16 hæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert