Átta látnir eftir sprengingu í hergagnaverksmiðju

Kort/Google

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir sprengingu í hergagnaverksmiðju í Somerset-héraði í nágrenni Höfðaborgar í Suður-Afríku seinni partinn í dag. Þetta hefur BBC eftir talsmanni slökkviliðsins á svæðinu. Ekki er vitað hvað orsakaði sprenginguna en slökkviliðsmenn leita nú að fólki sem talið er lokað inni í verksmiðjunni.

Eignarhald Rheinmetall-Denel-verksmiðjunnar er bæði þýskt og suðurafrískt, en þar eru framleidd hergögn og sprengjuíhlutir fyrir suðurafríska herinn, lögregluna og alþjóðlega viðskiptavini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert