Weinstein lék sér „eins og köttur að mús“

Melissa Thompson segir að Weinstein hafi nauðgað henni árið 2011.
Melissa Thompson segir að Weinstein hafi nauðgað henni árið 2011. AFP

„Má ég daðra við þig?“ er meðal þess sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist segja í myndbandi af fundi hans og Melissu Thomp­son árið 2011. Þau funduðu til að ræða nýjar markaðsaðferðir en Thompson sakar Weinstein um áreitni og segir að hann hafi nauðgað sér nokkrum klukkustundum eftir fundinn.

Í myndskeiðinu sést Weinstein faðma, snerta og láta út úr sér kynferðisleg ummæli við Thompson. Hún segist í samtali við Sky News að hún hafi haldið að ætlunin væri að kynna markaðsferðir fyrir nokkrum úr markaðsdeild fyrirtækis Weinsteins.

Þess í stað hafi Weinstein komið einn til fundarins. Hann bað annað starfsfólk um næði á skrifstofunni áður en hann læsti dyrunum. Þegar Thompson ætlaði að taka í höndina á Weinstein faðmaði hann hana innilega að sér og strauk annarri hendinni upp og niður eftir bakinu á henni. „Þetta er huggulegt,“ sagði Weinstein meðan á faðmlaginu stóð.

Í framhaldinu spyr Westein hvort hann megi daðra við Thompson og hún segir að smá daður sé kannski í lagi.

„Ég held að hann hafi verið að leika sér að mér, eins og köttur að mús. Hann reyndi að þrýsta á mig til að sjá hver viðbrögð mín yrðu og til að sjá hvar veikleikar mínir væru,“ sagði Thompson í samtali við Sky News.

Á einum tímapunkti fer Weinstein með hendur undir borð og þá segir Thompson að hann hafi farið með hönd upp fótlegginn á henni, undir kjólinn. „Leyfðu mér að fá smá hluta af þér. Það er allt í lagi, viltu gera eitthvað meira?“ spyr Weinstein.

„Smá... þetta er of hátt,“ svarar Thompson sem segist aðspurð ekki hafa hvatt hann til daðurs. Hún hafi einfaldlega reynt að hugsa hratt og vildi ekki að fundurinn yrði algjört klúður.

Undir lok fundarins boðar Weinstein Thompson á annan fund um kvöldið þar sem ætlunin var að ganga frá samningum. Þau hittust í anddyri hótels þar sem Weinstein skipaði Thompson að fylgja sér. Hún hélt að þau væru á leið í fundarherbergi en hann fór með hana á hótelherbergi þar sem hún segir að hann hafi nauðgað henni.

Umfjöllun Sky News.

mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...