Einn látinn vegna gassprenginga

Eldur hefur komið upp í tugum húsa í þremur bæjum ...
Eldur hefur komið upp í tugum húsa í þremur bæjum norður af Boston í Massachusetts vegna gassprenginga. AFP

Að minnsta kosti einn er látinn og 25 eru slasaðir af völdum gassprenginga sem hafa orðið í bæjum norður af Boston í Massachusets-ríki í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn. BBC greinir frá

Lögregla á svæðinu hefur staðfest að eldur hafi komið upp í tugum húseigna af völdum gassprenginganna. Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín á síðastliðnum sólarhring vegna hættu og rafmagns- og gasaðgangi heimila hefur verið lokað tímabundið til þess að koma í veg fyrir frekari tilvik af þessu tagi. 

„Ég hef verið í slökkviliði í næstum 39 ár og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á öllum ferlinum,“ segir Michael Mansfield, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu.

Yfirvöld segja að um 60-80 eldsvoðar og fjöldi sprenginga hafi brotist út á heimilum og atvinnuhúsnæðum í bæjunum Lawrence, Andover og Norður-Andover. 

Mansfield segir að yfirþrýstingur í aðalgasæð gasfyrirtækisins Columbia Gas hafi orsakað eldsvoðana, en þar var unnið að endurbótum á svæðinu við gasæðar.

Íbúar eru hvattir til þess að rýma heimili sín þar ...
Íbúar eru hvattir til þess að rýma heimili sín þar til hættunni hefur verið aflýst. AFP

Forgangsverkefni að tryggja öryggi

Ríkisstjóri Massachusetts, Charlie Baker, sagði að yfirvöld væru nú fullviss um að engir frekari eldar yrðu á svæðinu af þessum orsökum. 

Móðurfyrirtæki Columbia Gas, NiSource, sagði í yfirlýsingu að hugur þeirra væri hjá þeim sem hefðu beðið skaða af eldsvoðunum. 

„Okkar forgangsverkefni er að tryggja öryggi viðskiptavina okkar og nágrennis með því að styðja við þá og framkvæma öryggisprófanir á kerfinu okkar og nærumhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. Gastæknimenn kanna nú öll húsin á svæðinu ásamt lögreglu og slökkviliði til þess að kanna öryggi húsanna. 

Hinn látni hét Leonel Rondon og var 18 ára. Hann sat í bíl í Lawrence ásamt tveimur vinum sínum þegar skorsteinn hafnaði á bíl hans í kjölfar sprengingar í húsi skammt frá. 

Íbúar bæjanna hafa verið hvattir til þess að rýma heimili sín þar til hættunni hefur verið aflýst. 

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...