Manafort semur við saksóknara

Paul Manafort.
Paul Manafort. AFP

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur samið við saksóknara til að koma í veg fyrir önnur réttarhöld. Hann var sakfelldur fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki greint frá innistæðum hjá erlendum bönkum í síðasta mánuði.

Var það fyrsta dóms­málið í tengsl­um við rann­sókn á af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um 2016. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 80 ár í fangelsi.

Samkvæmt fregnum vestanhafs hefur Manafort játað sekt í tveimur ákæruliðum sem snúa að rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara. 

Manafort var einn af innstu koppum í búri hjá Trump en forsetinn hefur reynt að fjarlægjast hann síðustu misseri. Trump sagði þó eftir að dómur var kveðinn upp yfir Manafort í ágúst að hann fyndi til með honum og yndislegu fjölskyldunni hans.

Málin sem átti að taka fyrir gegn Manafort snúa að peningaþvætti, að hafa lagt á ráðin um að svíkja út fé úr bandarískum sjóðum og eiga ólögleg samskipti við vitni.

mbl.is
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......