Manafort semur við saksóknara

Paul Manafort.
Paul Manafort. AFP

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur samið við saksóknara til að koma í veg fyrir önnur réttarhöld. Hann var sakfelldur fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki greint frá innistæðum hjá erlendum bönkum í síðasta mánuði.

Var það fyrsta dóms­málið í tengsl­um við rann­sókn á af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um 2016. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 80 ár í fangelsi.

Samkvæmt fregnum vestanhafs hefur Manafort játað sekt í tveimur ákæruliðum sem snúa að rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara. 

Manafort var einn af innstu koppum í búri hjá Trump en forsetinn hefur reynt að fjarlægjast hann síðustu misseri. Trump sagði þó eftir að dómur var kveðinn upp yfir Manafort í ágúst að hann fyndi til með honum og yndislegu fjölskyldunni hans.

Málin sem átti að taka fyrir gegn Manafort snúa að peningaþvætti, að hafa lagt á ráðin um að svíkja út fé úr bandarískum sjóðum og eiga ólögleg samskipti við vitni.

mbl.is
Baðtæki til sölu
Til sölu nýleg baðtæki, lítið notuð. Baðskápur með handlaug og blöndunartæki 10....
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...