Rannsaka árásir á flóttafólk

Þjóðverjar sýndu flóttafólki samstöðu á fundi í Berlín nýverið.
Þjóðverjar sýndu flóttafólki samstöðu á fundi í Berlín nýverið. AFP

Lögreglan í Þýskalandi rannsakar tvær árásir á flóttafólk sem gerðar voru í helgina. Nokkrir særðust í árásunum.

Ráðist var á tvo afganska unglinga í Hasselfelde síðdegis í gær. Árásarmennirnir voru tveir, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins.

Á föstudagskvöld réðust fimm drukknir Þjóðverjar á þrjá Sómala er þeir voru á heimleið í bænum Halberstadt. Í frétt BBC segir að spenna milli flóttafólks og hælisleitenda annars vegar og heimamanna hins vegar fari vaxandi í Þýskalandi. Yfir ein milljón flóttamanna hafa komið til Þýskalands frá árinu 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert