Trump stendur með Kavanaugh

Brett Kavanaugh.
Brett Kavanaugh. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti stendur með vali sínu á Brett Kavanaugh til setu í Hæstarétti en viðurkennir að útnefning hans gæti tafist vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi.

„Ég held að hann sé á réttri leið, hárréttri leið,“ sagði Trump í Hvíta húsinu. „Ef það verður einhver töf þá verður að hafa það.“

Spurður hvort Kavanaugh hafi boðist til þess að draga sig í hlé vegna ásakananna sagði Trump: „Þetta er fáránleg spurning.“

Christ­ina Blasey Ford, banda­rísk­ur pró­fess­or á sex­tugs­aldri, steig í gær fram und­ir nafni og sakaði Kavan­augh um að hafa, í fé­lagi við ann­an ung­an mann, rekið sig inn í svefn­her­bergi í ung­linga­sam­kvæmi á heim­ili í Mont­gomery-sýslu. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir og fé­lag­inn hafi horft á meðan Kav­an­augh hafi reynt að fá sínu fram í rúmi í her­berg­inu, þuklað á henni og mis­notað.

Kavanaugh hefur vísað þessu á bug. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert