Hverfandi líkur á að fólk finnist á lífi

Eyðileggingin er mikil víða í Flórída.
Eyðileggingin er mikil víða í Flórída. AFP

Líkur á að fleiri finnist á lífi í rústunum sem fellibylurinn Mikael skildi eftir sig í Flórída-ríki Bandaríkjanna eru hverfandi, að sögn bandarískra yfirvalda. 

Fréttastofa Reuters greinir frá.

„Við sólarupprás hefjum við leit á ný,“ sagði Alex Baird, slökkviliðsstjóri í Panama borg í Flórída, en borgin er ein af þeim sem er hvað verst útleikin eftir Michael. „Við vonumst til að finna fleiri eftirlifandi, en það er mikið vafamál hvort það gerist.“

Forsetinn kemur í vikunni

Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti sæki bæði Flórída og Georgíuríki heim nú í vikunni til að berja skemmdirnar augum, og samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu er forsetinn staðráðinn í að hjálpa yfirvöldum í ríkjunum í bataferlinu.

Tala látinna var komin upp á 18 í gærkvöld og búist er við að hún muni hækka nú þegar björgunarfólk fer úr húsi í hús í strandbæjum í Flórída, Georgíu og Karólínuríkjunum tveimur.

Líkur á að fleiri finnist á lífi eru hverfandi.
Líkur á að fleiri finnist á lífi eru hverfandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert