Ítalir hjóla og fá bjór fyrir

Yfir hundrað fyrirtæki í Bologna bjóða upp á fríðindi fyrir …
Yfir hundrað fyrirtæki í Bologna bjóða upp á fríðindi fyrir fólk sem notar smáforritið. Ljósmynd/Jeremy Keith

Íbúum ítölsku borgarinnar Bologna býðst nú að safna stigum fyrir að skilja bílinn eftir heima og nota umhverfisvænni ferðamáta. Stigin geta íbúarnir svo notað til þess að kaupa bjór, ís eða fara í bíó.

Verkefninu er ætlað að draga úr mengun í borginni, en til þess að taka þátt þurfa íbúar að sækja smáforrit í símana sína. Þar geta þeir skráð þær ferðir sem þeir fara á hjóli, með almenningssamgöngum eða gangandi og fá stig fyrir. Yfir hundrað fyrirtæki í borginni bjóða upp á fríðindi fyrir fólk sem notar smáforritið.

Íbúar Bologna geta einnig keppt sín á milli um það hverjir eru duglegastir að nota umhverfisvæna ferðamáta, en stig eru gefin fyrir hverja ferð óháð vegalengd, því forsvarsfólki verkefnisins finnst einnig mikilvægt að styttri ferðir séu farnar á umhverfisvænan máta.

Verkefnið hófst á síðasta ári og er styrkt bæði af Evrópusambandinu og borgaryfirvöldum í Bologna. Verkefnið stendur í sex mánuði á ári og í fyrra skráðu íbúar Bologna umhverfisvænar ferðir upp á 3,7 milljónir kílómetra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert