Loft- og flugskeytaárásir á Gaza

Ísraelar hafa svarað með því að gera loftárásir á skotmörk …
Ísraelar hafa svarað með því að gera loftárásir á skotmörk á Gaza. AFP

Sjö hafa látist í átökum sem hafa brotist út á milli Ísraela og Palestínumanna á Gaza. Búið er að skjóta yfir 400 flugskeytum inn á ísraelskt landssvæði frá því í gærkvöldi. Þá hefur Ísraelsher svarað með því að gera loftárásir á um 150 skotmörk herskárra Palestínumanna. Menn óttast að nýtt stríð muni brjótast út.

Eldflaugavarnarkerfi Ísraela, sem nefnist á ensku Iron Dome, sem útleggja …
Eldflaugavarnarkerfi Ísraela, sem nefnist á ensku Iron Dome, sem útleggja má sem Járnhvelfingin, hefur skotið niður flugskeyti sem skotið hefur verið frá Gaza yfir á ísraelskt landsvæði. AFP

Sex Palestínumenn, þar af fjórir vígamenn, hafi fallið í árásunum á Gaza að því er fram kemur á vef BBC. Þá lét óbreyttur Palestínumaður lífið í flugskeytaárás í suðurhluta Ísrael. 

Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið Palestínumenn og Ísraela um að sýna stillingu. 


Átökin stigmögnuðust þegar kom í ljós á sunnudag að ísraelskir sérsveitarmenn voru á Gaza í leyniaðgerðum. Foringi hjá Hamas-samtökunum var á meðal sjö herskárra Palestínumanna sem létust í átökum sem brutust út á sunnudag. Þá lést einnig ísraelskur undirofursti, sem tók þátt í leyniaðgerðinni.

Ísraelskur maður skoðar skemmdir á húsi í bænum Ashkelon sem …
Ísraelskur maður skoðar skemmdir á húsi í bænum Ashkelon sem varð fyrir flugskeytaárás. AFP

Fram kemur á vef BBC, að Egyptar og SÞ hafi unnið að því að tryggja vopnahlé við landamæri Gaza þar sem yfir 200 Palestínumenn hafa látist í mótmælum frá því á mars á þessu ári. 

Palestínumenn syrgja látna ástvini sem féllu í loftárásum Ísraela.
Palestínumenn syrgja látna ástvini sem féllu í loftárásum Ísraela. AFP


Ísraelsher hefur verið sakaður um að beita mótmælendur miklu harðræði. Talsmenn hersins segja aftur á móti að hermenn hafi aðeins hafið skothríð í sjálfsvörn til að koma í veg fyrir að mögulegir árásarmenn gætu komist inn á þeirra landsvæði. 

Ísraelskir skriðdrekar á ferð við landamæri Ísraels að Gaza í …
Ísraelskir skriðdrekar á ferð við landamæri Ísraels að Gaza í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert