Segir af sér vegna vopnahlés

Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, hefur sagt af sér embætti þar ...
Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, hefur sagt af sér embætti þar sem hann er mótfallinn vopnahléi á Gaza sem forsætisráherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, samþykkti. AFP

Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt af sér embætti í kjölfar ákvörðunar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að samþykkja vopnahlé á Gaza. Egypt­ar höfðu frum­kvæði að samn­ing­um um vopna­hléið sem for­ystu­menn Ham­as, og annarra fylk­inga Palestínu­manna á Gaza, og Ísra­el­ar samþykktu seint í gærkvöldi. 

Ákvörðun Netanyahu að samþykkja vopnahléið hefur valdið uppnámi í ríkisstjórn landsins og segir Lieberman að ísraelsk stjórnvöld hafi hér með gefist upp í baráttunni gegn hryðjuverkum. 

„Með þessu er ísraelska ríkið að kaupa sér stundarfrið en til lengri tíma litið mun þjóðaröryggi okkar bíða hnekki,“ sagði Lieberman meðal annars þegar hann tilkynnti um afsögn sína. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Antiksalan
Vöruúrval fyrir fagurkera Gjafavöru, jólaskeiðar, jólaóróar, jólaplattar, B&G po...