Aquarius hættir björgunarstarfi á Miðjarðarhafi

Björgunaraðgerðum Aquarius á Miðjarðarhafi hefur verið hætt. Forsvarsmenn þess segja ...
Björgunaraðgerðum Aquarius á Miðjarðarhafi hefur verið hætt. Forsvarsmenn þess segja ástæðuna vera „viðvarandi árásir evrópskra ríkja á björgunar- og leitaraðgerðir þeirra“. AFP

Hjálparsamtökin Læknar án landamæra hafa tilkynnt að þau neyðist til að binda endi á hjálparstarf sitt með björgunarskipinu Aquarius á Miðjarðarhafi, að því er BBC greinir frá. Segja samtökin ástæðuna vera „viðvarandi árásir evrópskra ríkja á björgunar- og leitaraðgerðir þeirra“.

Björgunarskipið hefur legið við bryggju í Marseille í Frakklandi eftir að skráning þess var numin úr gildi.

Aquarius hefur hjálpað fjölda hælisleitenda sem hætt hafa verið komnir á leið sinni yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Siglingar skipsins hafa mætt mikilli andspyrnu frá Evrópuríkjum, ekki hvað síst stjórnvöldum á Ítalíu. Hefur Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, sakað þá sem halda skipinu úti um að vera í samstarfi við þá sem smygla fólki frá Líbýu. Sagði Salvini Aquarius vera með „leigubílaþjónustu“ til ítalskra hafna.

Aquarius er síðast í hópi þeirra björgunarskipa sem aðstoðað hafa hælisleitendur í sjávarháska á Miðjarðarhafi.

Segja Læknar án landamæra ríki ESB, með Ítalíu í broddi fylkingar, ekki hafa haldið úti nægu björgunarstarfi. Þá hafi þau aukinheldur reynt að skemma fyrir þeim sem reynt hafa að bjarga mannslífum á Miðjarðarhafinu.

Í Twitter-skilaboðum frá samtökunum segir að „viðvarandi árásir“ Evrópuríkja muni þýða „fleiri dauðsföll á hafi úti“.

mbl.is
Bolir o.fl.
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolir kr. 3.990 Peysa kr. 4.990 Buxur k...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...