Frakkar kalla herinn ekki heim frá Sýrlandi

Bandarískt herlið í nágrenni þorpsins Yalanli í Sýrlandi. Bandaríkaforseti tilkynnti …
Bandarískt herlið í nágrenni þorpsins Yalanli í Sýrlandi. Bandaríkaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að draga herlið sitt frá landinu. AFP

Frönsk stjórnvöld munu ekki hætta sinni þátttöku í baráttunni gegn vígasamtökum Ríkis íslams í Sýrlandi. Þetta sagði Evrópumálaráðherra Frakklands í dag, en Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær á Twitter að hann ætli að draga herafla Bandaríkjanna ekki draga herafla sinn til baka frá Sýrlandi og hefur sú ákvörðun hans sætt gagnrýni bæði bandamannaþjóða Bandaríkjanna í Sýrlandsstríðinu, sem og bandarískra þingmanna.

„Við munum að sjálfsögðu halda viðveru okkar í Sýrlandi áfram að svo stöddu,“ sagði Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra frönsku stjórnarinnar í samtali við CNews sjónvarpsstöðina. „Baráttunni gegn hryðjuverkum er ekki lokið.“

Bresk stjórnvöld, sem einnig eru með hersveitir í Sýrlandi, hafa sömuleiðis dregið í efa þær ástæður sem Trump hefur gefið fyrir að draga heraflann til baka. Sagði Trump á Twitter í gær búið væri að sigra Ríki íslams í Sýr­landi og að það hafi verið eina ástæðan fyr­ir veru herliðsins þar.

Tobias Ellwood, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bretlands, hafnar þeirri fullyrðingu Trump að búið væri að sigra vígasamtökin.

„Ég er mjög ósammála þessu. Þetta hefur ummyndast í aðrar gerði öfgahyggju og ógnin er enn virkilega til staðar,“ hefur Guardian eftir Ellwood.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert