Maður stunginn til bana í Vísindakirkjunni

Lögreglan á vettvangi við Vísindakirkjuna í Sydney í dag.
Lögreglan á vettvangi við Vísindakirkjuna í Sydney í dag. Ljósmynd/Twitter

Sextán ára piltur hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa stungið mann til bana og sært annan í húsnæði Vísindakirkjunnar í Sydney í Ástralíu. Mennirnir sem urðu fyrir árásinni eru báðir starfsmenn kirkjunnar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Maðurinn sem lést var 24 ára gamall Taívani.

Árásin varð um hádegisbil í dag í innkeyrslu höfuðstöðva kirkjunnar og er talið að hún tengist heimiliserjum sem tilkynnt var um á sama stað í gær.

Pilturinn var beðinn um að yfirgefa svæðið en lét ekki til segjast. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að pilturinn var með 25 sentimetra langan hníf á sér. Lögreglan segir að pilturinn hafi samt sem áður haft lögmæta ástæðu til að vera í húsi Vísindakirkjunnar.

Söfnuður Vísindakirkjunnar í Ástralíu er sá stærsti utan Bandaríkjanna.   

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert