Mikil sprenging í frönsku bakaríi

Slökkviliðsmenn að störfum í París.
Slökkviliðsmenn að störfum í París. AFP

Öflug sprenging varð í bakaríi í miðborg París, höfuðborg Frakklands, með þeim afleiðingum að nokkrir slösuðust og húsnæðið stórskemmdist. Rúður í nærliggjandi húsum brotnuðu sömuleiðis, slíkur var krafturinn. Að sögn lögreglu er grunur um að sprengingin hafi orðið í kjölfar gasleka. 

Slökkvi- og sjúkralið er á vettvangi.
Slökkvi- og sjúkralið er á vettvangi. AFP

AFP-fréttastofan segir að eldur hafi kviknað í kjölfarið. Sprengingin varð í níunda hverfi borgarinnar um kl. 9 að staðartíma (kl. 8 að íslenskum tíma), en margar íbúðir og verslanir eru í hverfinu. 

Slökkviliðsbifreið skemmdist á vettvangi.
Slökkviliðsbifreið skemmdist á vettvangi. AFP

Myndir hafa verið birtar á samfélagsmiðlum þar sem brak og glerbrot sjá liggja á götunni, og þá sést hvernig byggingin hefur skemmst mikið. Þá skemmdust einnig bílar í götunni. 

Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og vinna nú að því að slökka eldinn. Þá hafa þeir unnið að því að flytja slasaða á brott. 

Eins og sést urðu skemmdirnar mjög miklar.
Eins og sést urðu skemmdirnar mjög miklar. AFP
mbl.is
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
Uppsetning Innréttinga.
Láttu fagmann vinna verkið. Reynsla í í Ikea framleiðslu. Frá sökkli upp í mæn...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....