Mikil sprenging í frönsku bakaríi

Slökkviliðsmenn að störfum í París.
Slökkviliðsmenn að störfum í París. AFP

Öflug sprenging varð í bakaríi í miðborg París, höfuðborg Frakklands, með þeim afleiðingum að nokkrir slösuðust og húsnæðið stórskemmdist. Rúður í nærliggjandi húsum brotnuðu sömuleiðis, slíkur var krafturinn. Að sögn lögreglu er grunur um að sprengingin hafi orðið í kjölfar gasleka. 

Slökkvi- og sjúkralið er á vettvangi.
Slökkvi- og sjúkralið er á vettvangi. AFP

AFP-fréttastofan segir að eldur hafi kviknað í kjölfarið. Sprengingin varð í níunda hverfi borgarinnar um kl. 9 að staðartíma (kl. 8 að íslenskum tíma), en margar íbúðir og verslanir eru í hverfinu. 

Slökkviliðsbifreið skemmdist á vettvangi.
Slökkviliðsbifreið skemmdist á vettvangi. AFP

Myndir hafa verið birtar á samfélagsmiðlum þar sem brak og glerbrot sjá liggja á götunni, og þá sést hvernig byggingin hefur skemmst mikið. Þá skemmdust einnig bílar í götunni. 

Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og vinna nú að því að slökka eldinn. Þá hafa þeir unnið að því að flytja slasaða á brott. 

Eins og sést urðu skemmdirnar mjög miklar.
Eins og sést urðu skemmdirnar mjög miklar. AFP
mbl.is
Bang & Olufsen hljómtæki til sölu
til sölu um 10 ára gömul Bang og Olufsen hljómtæki. Beosound 4000, Beolab 4000 s...
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...