Hryðjuverkaárás í Nairobi

Hryðjuverkaárás var gerð í Nairobi í Kenía í dag.
Hryðjuverkaárás var gerð í Nairobi í Kenía í dag. AFP

Mikil sprenging varð við hótel í Nairobi höfuðborg Kenía í dag. Þá flúði fólk undan skothríð sem hófst í kjölfarið. Sómölsku hryðjuverkasamtökin al Shabab hafa sagst bera ábyrgð á árásinni og að árásin sé enn í gangi, að því er segir í umfjöllun Reuters.

Mikill reykur kom úr byggingunni og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að slökkva eld í þremur ökutækjum. Vopnaðar öryggissveitir fóru inn í bygginguna og aðstoðuðu fólk við að komast undan.

Sagt er frá því að slasað fólk hafi verið flutt af vettvangi, en ekki er vitað hversu margir hafa hlotið skaða af árásinni.

„Ég heyrði bara byssuskot, og sá fólk hlaupandi í burtu með hendur yfir höfði. Sumir komu inn í bankann í leit að skjóli,“ er haft eftir bankastarfsmanni sem sagðist hafa heyrt tvær sprengingar.

Fólk flúði á meðan mikil skothríð geisar.
Fólk flúði á meðan mikil skothríð geisar. AFP
Slösuðum manni er hjálpað í skjól.
Slösuðum manni er hjálpað í skjól. AFP
Öryggissveitir mæta á staðinn.
Öryggissveitir mæta á staðinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert