Leyniþjónustumaður dæmdur fyrir að rjúfa þagnarskyldu

Bókin fylgdi með blaðinu Politiken í októbermánuði árið 2016. Jakob …
Bókin fylgdi með blaðinu Politiken í októbermánuði árið 2016. Jakob Scharf talaði af sér, að því er dómarar bæjarréttarins í Kaupmannahöfn komast næst.

Fyrrverandi forstöðumaður dönsku leyniþjónustunnar Jakob Scharf var dæmdur í fjögurra mánuða fangelsi í bæjarþinginu í Kaupmannahöfn í dag. Hann var fundinn sekur um að hafa brugðist þagnarskyldu sinni.

Árið 2016 kom út bókin Sjö ár fyrir PET  tíð Jakobs Scharf. Í henni var hulu svipt af hinu og þessu tengdu starfi leyniþjónustunnar, afhjúpanir, sem reyndust ólögmætar: dómstóllinn komst í dag að þeirri niðurstöðu, að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða.

Scharf þarf einnig að greiða sekt upp á 400.000 danskar krónur, andvirði um 7,4 milljóna íslenskra, sem kvað hafa verið er kom í hans hlut af sölu bókarinnar.

Bókin byggist í aðra rönd á rannsóknum höfundarins, dansks blaðamanns að nafni Morten Skjoldager, á starfsemi dönsku leyniþjónustunnar og í hina á viðtölum við sjálfan Scharf. Viðtölin munu sem sé vægast sagt opinská; í dómsúrskurði er hann sagður hafa rofið þagnarskyldu sína á 28 stöðum í bókinni. Með því er átt við að hann tjáði sig helst til óvarlega um verkefni leyniþjónustunnar, samverkamenn hennar, aðferðafræði og heimildaöflun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert