Frakkar fljúga börnum vígamanna heim

Franski flugherinn hafi flogið börnunum heim úr flóttamannabúðum í norðurhluta …
Franski flugherinn hafi flogið börnunum heim úr flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands. AFP

Fimm börnum með franskan ríkisborgararétt hefur verið flogið heim til Frakklands úr norðurhluta Sýrlands. Yfirvöld segja að um varnarlausa munaðarleysingja sé að ræða, en ákvörðunin um að fljúga börnunum heim er umdeild vegna þess að afdrif feðra barnanna eru ókunn.

Greint er frá því á vef BBC að franski flugherinn hafi flogið börnunum heim úr flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands þar sem konur og börn, sem flúið hafa síðasta vígi Ríkis íslams, halda til.

Ríki íslams hefur aðeins yfirráð yfir litlu svæði í Baghuz og eru samtökin umkringd stjórnarher Sýrlands, sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna.

Nú þegar hryðjuverkasamtökin hafa nánast verið brotin á bak aftur hefur annars konar vandi skapast í Sýrlandi þar sem fjöldi fyrrverandi vígamanna, kvenna þeirra og barna, heldur til í flóttamannabúðum og vill fá að snúa aftur til síns heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert