Venesúela þiggur aðstoð Rauða krossins

Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir landið reiðubúið til þess að þiggja alþjóðlega aðstoð vegna ástandsins í landinu. Þessu lýsti forsetinn yfir á Twitter í kjölfar fundar hans með æðsta stjórnanda Rauða krossins á heimsvísu í Caracas.

Hingað til hefur forsetinn þvertekið fyrir það að hægt sé að lýsa ástandinu í landinu sem mannúðarlegu neyðarástandi, en í tilkynningu sinni segir hann að þrátt fyrir að hann sé nú tilbúinn að samþykkja alþjóðlega aðstoð verði Rauði krossinn að virða réttarkerfi Venesúela.

Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Peter Maurer, hefur verið í Venesúela síðan á laugardag en mun yfirgefa landið í dag.

Sjórnarkrísan í Venesúela hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íbúa landsins síðan þingforseti landsins, Juan Guaido, lýsti sig starfandi forseta í janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert