Kasúi drap eiganda sinn

Kasúum svipar til emúa, eru ófleygir, stórir og þungir. Mynd ...
Kasúum svipar til emúa, eru ófleygir, stórir og þungir. Mynd af Wikipedia. Ljósmynd/Wikipedia.org

75 ára karlmaður lét lífið í Flórída á föstudag eftir að kasúi, sem var í eigu mannsins, réðist á hann. Kasúi er stærðarinnar fugl, sá næst stærsti í heimi á eftir strúti, og getur vegið allt að 85 kíló.

„Við teljum að maðurinn hafi verið nærri kasúanum og á einhverjum tímapunkti dettur hann. Við fallið réðst fuglinn á hann,“ hefur Gainesville Sun dagblaðið eftir Jeff Taylor, varðstjóra í Alucha-sýslu.

Maðurinn, sem hét Marvin Hajos, var illa slasaður þegar lögreglan kom á vettvang. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. „Hann dó við að gera það sem hann hafði unun af,“ sagði sambýliskona Hajos.

Hajos var augljóslega mikill dýravinur, en gæludýrin hans voru heldur óvenjuleg. Auk kasúanna var hann með lamadýr í garðinum.

Kasúum svipar til emúa, eru ófleygir, stórir og þungir. Þeir geta hlaupið á allt að 50 kílómetra hraða á klukkustund og klær þeirra geta orðið allt að 15 sentímetrar.

Frétt BBC

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...