Minnsti drengur heims fær að fara heim

Ryusuke Sekiya, sex mánaða, ásamt foreldrum sínum á Naganu-barnaspítalanum í ...
Ryusuke Sekiya, sex mánaða, ásamt foreldrum sínum á Naganu-barnaspítalanum í Tókýó þa sem hann hefur dvalið frá fæðingu. Nú hefur hann fengið grænt ljós frá lækni um að fara heim, í fyrsta skipti. AFP

Drengur sem vó 258 grömm við fæðingu fyrir sex mánuðum er nú loks kominn heim. Drengurinn var útskrifaður af vökudeild í febrúar en læknir hans á Naganu-barnaspítalanum í Tókýó segir hann reiðubúinn að yfirgefa sjúkrahúsið.  

Rysuke Sekiya var álíka þungur og epli, 258 grömm, þegar hann fæddist í október í fyrra og aðeins 22 sentimetrar á lengd, eða jafn langur og skór í stærð 37. Hann er létt­asti dreng­ur sem hef­ur fæðst og verið heil­brigður en létt­asta stúlk­an var 252 grömm þegar hún fædd­ist árið 2015.

Rysuke var tekinn með neyðarkeisaraskurði þegar móðir hans var gengin 24 vikur. Ákveðið var að fram­kvæma bráðakeis­ara í ág­úst þar sem hann var hætt­ur að þyngj­ast í móðurkviði og lækn­ar óttuðust um líf hans. Hann var færður í hitakassa og tengdur við tæki og tól og var undir ströngu eftirliti lækna. Nærðist hann í gegnum slöngu en fékk einnig móðurmjólk með aðstoð bómullarhnoðra.

Drengurinn var aðeins 258 grömm þegar hann fæddist. Ákveðið var ...
Drengurinn var aðeins 258 grömm þegar hann fæddist. Ákveðið var að fram­kvæma bráðakeis­ara í ág­úst þar sem hann var hætt­ur að þyngj­ast í móðurkviði og lækn­ar óttuðust um líf hans. AFP

Búinn að þrettánfalda fæðingarþyngdina

Drengurinn er nú þrettán sinnum þyngri en við fæðingu, rúmlega þrjú kíló. „Þegar hann fæddist var hann svo smágerður að það leit út fyrir að hann myndi brotna ef ég snerti hann. Ég var svo áhyggjufull,“ segir Toshiko, móðir drengsins. „Núna drekkur hann mjólk. Við getum baðað hann. Ég er svo hamingjusöm að sjá hann vaxa og dafna.“

Rysuke er þó ekki minnsta barnið sem fæðst hefur og lifað af, heldur er það þýsk stúlka, sem var aðeins 252 grömm við fæðingu árið 2015. Stúlkur sem fæðast mjög smágerðar lifa frekar af en drengir.

Minnsta barnið sem hefur fæðst var þó þýsk stúlka, sem var aðeins 252 grömm við fæðingu árið 2015. Stúlkur sem fæðast mjög smáar lifa frekar af en drengir.

mbl.is
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...